Klanið í Frjálslyndaflokknum

Núna hefur einn pólitíkusinn hætt sér út á þann þunna ís að ræða innflytjendamál. Magnús þór Hafsteinsson lét þá skoðun sína í ljós í Silfrinu í gær að nú væri komið nóg af innflytjendum og sér í lagi múhameðstrúar. Allir þingmenn Frjálslyndra hafa tekið undir málflutning Magnúsar og má greina að þarna sé komið kosningamál fyrir komandi kosningar í vor. Þetta er eitt að því sem flestir eru að hugsa en færri vilja tala um. Það er nefnilega óþægilegt, maður á það á hættu að verða kallaður rasisti. Ekki ætla ég að gerast dómari í því hvort hingað séu komnir of margir innflytjendur eða ekki því ég vill ekki vera kallaður rasisti.
Staðreyndirnar eru nú samt þær að fólk fer ekki lengur í strætó og býður góðan daginn því vagnstjórinn skilur það ekki. Maður fer ekki lengur í kaffiskúr á byggingarstað án þess að þar hangi reglur vinnusvæðisins á fjórum framandi túngumálum hið minnsta. Það minnir reyndar óneitanlega á búningsklefa Leifturs frá Ólafsfirði hér á tíunda áratugnum. Fólk leggst ekki lengur inn á sjúkrastofnun án þess að þurfa að eiga tjáskipti með höndum og fótum við ófaglært starfsfólk til að fá vatnsglas. Það heyrir sögunni til að maður panti sér skyndibita í hádeiginu á íslenskri tungu.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Frjálslyndum tekst að tippla á ísnum án þess að hann brotni undan þeim svo ekki sé talað um ef þeir þurfi að troða marvaðann í kaldri vökinni.
Fyrir hvað stendur að vera frjálslyndur?
Efnisorð: Nóvember 2006
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home