þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Kaldastríðið er líklegast alveg kólnað.

Góða kvöldið.
Ég las það í fréttum í gær og í dag að slatti af blokkum á varnarsvæðinu sem íslenska ríkið fékk upp í greiðslu vegna viðskilnaðar hersins hefðu skemmst mikið vegna frostsprungina vatnsröra. Þetta er nú alveg dæmalaust. Hafa þessir menn ekkert vit? Alveg er ég viss um að öll þessi jakkaföt í Utanríkisráðuneytinu eru með þessi mál á hreinu í sínum eigin sumarbústöðum. Menn hafa kannski haldið að varnarsvæðið væri ennþá hluti af Texasfylki Bush og því ekki von á kuldakasti. Núna þarf íslenska ríkið að borga brúsann sem nemur tugum milljóna að mér skilst. Með kuldahrolli upplýsti Vala Svala Utanríkisstýra að svo væri á Alþingi í dag og baðst afsökunar á þessu. Minn ástkæri bróðir hefur einatt uppi þau orð á mannamótum að ef þú ert tryggður þá færðu það bætt. Getur það verið að þessar fasteignir og annað sem ríkið tók upp í sem skiptimynt við brotthvarf hersins sé ótryggt? Það væri nú mátulegt á þá blessaða eftir alla vitleysuna, þ.e.a.s. sé þetta ekki bótaskilt. En því mun bróðir minn svara mér á næsta mannamóti.
Annars er mér nú slétt sama um nokkra tugi milljóna í viðbót til þess eins að losna við þennan auma her sem getur ekki einu sinni réttlætt sinn eigin stríðsrekstur í Írak.

Með kaldri kveðju.

Efnisorð:

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var viturlega mælt, en ríkið tryggir aldrei eignir sínar, ekki einu sinni safnahúsin

miðvikudagur, nóvember 22, 2006 1:34:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það mun rétt vera hjá "commentara" dagsins, og það er ekkert nýtt, að ríkið hefur aldrei tryggt eignir sínar, hvorki fasteignir né lausafé, ekki einu sinni fyrir bruna. Þannig að ef að Álgerður vinkona mín þurfti að biðjast afsökunar á þingi þá ætti einhver menntamálaráðherra að beygja sig og bokka eftir brunan í geymslum Þjóðminjasafnsins í Kópavogi hér um árið. Var ekki Mummi safnstjóri þá???

miðvikudagur, nóvember 22, 2006 4:36:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er ekki alveg rétt. Þór var þjóðminjavörður þá, en Mummi gagnrýndi mikið slóðaskap þlóðminjavarðar vegna brunans. Seinna varð Mummi svo forstöðumaður Þjóðminjahúss, sem frægt varð.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006 8:15:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home