laugardagur, nóvember 04, 2006

Í framboði

Ég vil biðja all velunnara þessara skrifa afsökunar á ritstýflu minni undanfarið. Enda ekki mikið verið í fréttum annað en endalaus prófkjör hjá hinum og þessum. Þó var nokkuð áberandi hversu grautfúll Björn Bjarnason var með bronsið og hefur lítið annað haft eftir sér en hversu vondir allir voru við hann í prókjörsslagnum. Nú hefur hann ekki bara tapað fyrir Sollu í Borginni heldur eru hans eigin flokksmenn farnir að snúa við honum bakinu svo ekki sé talað um herinn. Aumingja Björn.
Siggi Kári varð áttundi um leið og Birna og fjölskylda kvaddi Garðabæinn og hafa nú sest að í Vesturbænum.

Af öðrum framboðslistum er það kannski helst að Sammi íþróttaálfur í Kópavogi verður í 2. sæti hjá Framsókn í mínu kjördæmi. Ekki veit ég hvort það verður til þess að rétta þennan ræfilsflokk við, finnst hann svona einum of mikill "skáti" einhvernveginn. Svo var hann líka Hellubúi.

Gott í bili.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home