þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Sannleikurinn, Heimsmeistarinn og Eyjamaðurinn






Sælt veri fólkið.
Það hafa bókstaflega rignt yfir okkur hamingjuóskum síðustu daga vegna nýjustu frétta af fjölkyldunni eins og glöggt má sjá í "comment" eftir síðustu færslu..........takk fyrir það.
POB vinur minn var meira að segja svo dofinn að ég þurfti að spreyja fréttirnar á vegginn hjá honum svo hann næði þessu. Við erum ekkert að grínast með þetta. Þetta er alveg satt. Hefur enginn trú á okkur lengur?

Frétt helgarinnar er án efa að Auðunn frændi minn Jónsson úr Kópavogi varð heimsmeistari í kraftlyftingum í -125 kg. flokki. Eftir að ég barði hann reglulega sumarið '79 þá tók hann við að styrkja sig. Árið eftir launaði hann mér lambið gráa og ég grét undan honum sökum aflsmunar. Ef að Sammi íþróttaálfur Kópavogs og kollegar hans kjósa hann ekki Íþróttamann ársins sé ég til að þeir gráti næst. Til hamingju Auðunn.

Að síðustu verð ég að koma því að sem ég var þó búinn að spá að myndi gerast. Árni Johnsen er á leið inn á Þing aftur eftir að hafa þurft að dúsa í Steininum fyrir að hafa stolið Óðalsteinum eins og frægt var og óþarfi að rifja það upp hér. Árni var síður en svo steinhissa á þessu en telja má víst að flokksforustan hafi fengið steinsmugu við fréttirnar því hún vonaðist eftir að allir væru búnir að steingleyma honum. En Eyjamenn verða alltaf Eyjamenn enda fæddir á eyju úr grjóti.

Bið að heilsa

Efnisorð:

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var svo góður pistill að ég var alveg steinhissa, þú ert að slá Simma og Össuri vini mínum við, og þá er nú mikið sagt. Haltu ótrauður áfram. Amma grey.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006 10:41:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Þorri og Guðný til hamingju með undirsláttinn. Það er lagið, fyrst að koma sér upp barnapíu, svo að bæta við. Þetta kallar maður skipulag.
Gísli Baldur og Karen fengu sér hinsvegar eðlu. http://www.blog.central.is/gr33n

kv/Lúði

fimmtudagur, nóvember 16, 2006 10:37:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home