Aðeins um bolta
Liverpool tapaði sínum leik en það kom ekki að sök. Þeir voru komnir áfram og máttu því við því að tapa. Það er þó skemmtilegt að sjá að Robbie Fowler sú gamla kempa setti tvær tuðrur í netmöskva andstæðinganna. Það veit á gott ef markaþurðin er á enda hjá framherjum þessa stórliðs. Þá getur allt gerst.
Annars er all í gírnum hér hjá okkur. Kolbrún Þöll alveg að verða sjö ára og hefur ekki við að bæta við óskalistann. Guðný er við hesta heilsu en syfjar fremur snemma á kvöldin. Sjálfur er ég bara ágætur.
Yfir og út.
Efnisorð: Desember 2006
5 Comments:
Einn kaldur - það hefði einhverntíma ekki þótt mikið.
Ertu að segja að ég sé alla jafna ginkyeptur fyrir Bakkus og kunni ekki með vín að fara? Skora á þig að gera frekari grein fyrir þér svo ég geti hraunað yfir þig almennilega.
Ég sagði það alls ekki, en ég veit að fótboltaleikir taka langan tíma og einn kaldur er það alminnsta, sem hægt er að innbyrða á þeim tíma, án þess að verða þurr í kverkunum, því þetta er aldrei hávaðalaus atburður. Þú ert orðinn geysilega ábyrgur fjölskyldufaðir, Þorri minn eins og vissi alltaf að þú yrðir. Þín mamma
Takk mamma, ég elska þig líka.
Þorri.
Alltaf gott að heyra þetta eða sjá á prenti. Sjáumst á sunnudag, Mamma
Skrifa ummæli
<< Home