sunnudagur, desember 17, 2006

Björn og Alþýðubandalagið

Enn og aftur hefur Björn upp raust sína. Þessa dagana er honum mikið umhugað um þá sem minna máttu mega sín í gamla Alþýðubandalaginu. Í þessum pistli tekur hann upp hanskann fyrir Margéti Frímansdóttur og Guðmund heitinn Jaka. En það er aldrei svo að Björn mæri einhvern án þess að annar fái væna sneið af pólitísku skítkasti. Það hangir alltaf eitthvað á spítunni. En nú ber svo við Björn fer aftur í tímann og rifjar upp 20 ára valdabaráttu í Alþýðubandalaginu og vitnar ótt og títt í grein í Þjóðmálum. Þarna fá Steingrímur J. og Svavar Gestss. að heyra það frá Birni og síðast en ekki síst Forseti vor, Ólafur Ragnar. Þá fær Jón Baldvin líka einnig væna gusu. Það er magnað að nenna að draga sífellt upp fortíðina til að lítillækka aðra til þess eins að koma á þá pólitísku höggi. Þetta er væntanlega gert til þess að draga athyglina frá þeim málum sem eru mikið í umræðunni og honum sjálfum þykir óþægilegt að ræða og gætu komi flokki hans illa á kosningavetri. Þar er ég að tala um hlerunarmáið. Vinstrimenn telja sig marga hverja hafa verið undir eftirliti stjórnvalda svo árum skipti. Aftur á móti hafa allmargir Sjálfstæðismenn reynt að spyrna við fótum í málinu og þar fer Björn fremstur í flokki.

Ég hjó líka eftir því að Björn upphóf Börn Inga á kostnað Dags B. Eggertsson eftir umræður í Kastljósinu á miðvikudaginn og varði hann í bak og fyrir. Daginn eftir endar Björn dagbókarfærslu sína á þessum orðum.
" Mér finnst fyndið, að þær Guðfinna Bjarnadóttir og Inga Dóra Sigfúsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík taki að sér að skjalda Dag B. Eggertsson vegna Kastljóss í gærkvöldi og ummæla Björns Inga Hrafnssonar. Spyrja má: Hefur Dagur B. ekki mátt til að verjast sjálfur?"
Þarna er Björn komin í öngstræti þykir mér í sínum skrifum í ljósi skrifa sinna deginum áður. En athyglisvert er líka að hann sendir Guðfinnu tóninn þar sem hún mun hlaut góða kosningu í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík ekki alls fyrir löngu. Það er ekki að heyra að þarna séu miklir kærleikar á milli þessara samherja í Sjálfstæðisflokknum.

Það er ekki öll vitleysan eins.

Allt í lagi, búið, bless.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home