Hugleiðingar um bindi.
Að öðrum mönnum með smekk í klæðaburði. Lið Eggerts Magnússonar og Björgólfs Guðmundssonar West Ham tapaði sínum þriðja leik í röð í dag og situr sem fastast í fallsæti í ensku úrvarlsdeildinni. Þeir félagar eru annálaðir snyritpinnar og er Björgólfur þekktur fyrir sín teinóttu jakkaföt í stíl við KR búninginn og gullbindi. Eggert er ávalt flottur í tauginu en hans vörumerki er gríðarstórir bindishnútar. Ef þetta fornfræga Lundúnarlið nær ekki að hífa sig úr fallsæti fyrir mótslok, mætti segja mér að heitustu áhangendur liðsins verði til í að binda annars konar hálstau handa þeim félögum.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers vegna allar dömubindaauglýsingar reyna að telja manni trú um það að sá vökvi sem þeim er ætlað að taka við er ávalt sýndur á grafískan hátt blár á lit. Hvers vegna skildi það nú vera? Ekki það að Guðný þurfi sérstaklega á þessari tilteknu neysluvöru á að halda þessa dagana og hvað þá að við séum mikið að velta fyrir okku rakadrægni mismunandi tegunda yfir kvöldkaffinu. Þetta er bara svona pæling.
Bind hér enda á hugleiðingar dagsins.
Efnisorð: Desember 2006
2 Comments:
Skondnar samlíkingar,þetta með bindin. Kveðja héðan úr Stuðlaseli
Ég held að þetta sé ekki rétt með bindishnútinn hans Eggerts. Hausinn á honum er bara svo lítill. Þetta sama bindi hefði verið eins og lakkrísbindi á hans gömlu og feitu árum. Olderbrother.
Skrifa ummæli
<< Home