laugardagur, desember 16, 2006

Framsókn í 90 ár


Heldur þótti mér þunnur þrettándinn í 90 ár afmæli Framsóknarflokksins. Í sjónvarpsfréttum blés framkvæmdarstjórnin á kerti eins og litlar skólastelpur og afmæliskakan var í réttu hlutfalli við fylgi flokksins í nýlegum skoðanakönnunum. Jón formaður brosti sínu breiðasta og reyndi að bera sig stórmannalega á meðan varaformaðurinn var eins og gamall uppstoppaður hrútur, þó án horna. Guðni virtist eldri en Flokkurinn og risið í samræmi við það. Sennnilega hafa frengir af því að Hjálmar Árnason sæktist eftir 1. sæti á framboðslista Framsóknarmanna á Suðurlandi ekki aukið á ánægju hans á afmælisdeginum. Einhverveginn held ég að menn verði að vera léttari í grímunni og meira sameinaðir á tímamótum sem þessu þar sem kosningavetur er framundan.
Afi minn sem var mikill Framsóknarmaður hefði sennilega ekki heldur þótt til mikils koma varðandi veisluhöldin. Hann hefði nú samt gert gott úr þessu og sagt "Fáið ykkur endilega meira að borða, það er nóg til".

Að gefnu tilefni vil ég óska Óla bróður mínum til hamingju með daginn þar sem hann er eini sanni Framsóknarmaðurinn í fjölskyldunni.

Nóg um það.

Efnisorð:

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst að Olderbrother ætti nú að svara þér um flokkinn sinn litla. Þetta var ansi góður pistill hjá þér, sérstaklega þessi athugasemd um afa. Grey.

þriðjudagur, desember 19, 2006 7:46:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir það Þorri. Ég held þó að það séu fleiri laumuframmarar í fjölskylduni, manstu þá tíma þegar pabbi lánaði efri hæðina í Stuðlaselinu undir kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins, þegar breiðfylking var úr Breiðholtinu niður á Hótel Heklu til að kjósa Guðmund G. í prófkjöri fyrir alþingiskosningar. Mig minnir að mamma hafi keyrt. Ekki er langt síðan að 2 úr fjölskyldunni í Kjalarlandinu skráðu síg í flokkinn. Og ef minnið er alveg glatað þá minnist ég eftir ungum efnilegum tæknifræðingi sem kaus Finn Ingólfs, þáverandi iðnaðarráðherra. Rökin voru: "Hann ætlar að virkja, það verður allt vitlaust að gera". Ég veit ekki betur en þessum tæknifræðingi hafi gengið vel frá og með þeim kosningum. Kveðja Olderbrother.

föstudagur, desember 29, 2006 10:14:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hárrétt hjá þér bróðir sæll.
Það eru nfnilega allir Framsóknarmenn innvið beinið og þegar kemur að kosningum þá breytist pólitíkin í buisness.
Kv.Þ.

föstudagur, desember 29, 2006 5:58:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home