Íþróttamaður ársins 2006

Val á Íþróttamanni ársins 2006 var kunngjört í kvöld við hátíðlega athöfn á Grand Hótel. Að valinu standa félagar í samtökum íþróttafréttamanna. 23 skiluðu atkvæðum sínum í valinu og varð Guðjón Valur Sigurðsson fyrir valinu að þessu sinni. Alveg átti ég von á því að Eiður Smári yrði þarna í baráttunni um nýja gripinn en hafði þó spáð því að Auðunn Jónsson fengi nafnbótina enda nýkrýndur heimsmeistari þar á ferð í kraftlyftingum. Eiður varð annar í kjörinu en Auðunn áttundi. Annars lítur topp tíu listinn svona út hjá þessum spekingum.
1.Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur 405 stig
2.Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna 333
3.Ólafur Stefánsson, handknattleikur 188
4.Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur 156
5.Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrna 135
6.Örn Arnarson, sundmaður 90
7.Ásthildur Helgadóttir, knattspyrna 81
8.Auðunn Jónsson, lyftingar 72
9.Sif Pálsdóttir, fimleikar 70
10.Ragna Ingólfsdóttir, badminton 44
Nú kemur ræðan. Það skal tekið fram að ég ber mikla virðingu fyrir öllum þeim íþróttamönnum sem hér um ræðir en hið sama gildir ekki um alla þá sem standa að þessu vali. Ég tel að þeir séu allt of mikið litaðir af því hvar þeirra áhugasvið liggur í íþróttum og hvað þeirra miðlar fjalla mest um og sýna.
Fyrir það fyrsta þá vann Guðjón Valur engan titil með sínu félagsliði á árinu en hann var þó valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili af þjálfurum og leikmönnum í þýsku deildinni. Ég hugsa að hann hefði frekar óskað sér að hampa meistaratitli heldur en þessum eggjabikar leikmanna og þjálfara.
Eiður vann titil í Englandi á árinu og þó hann hafi verið þar í aukahlutverki í það skiptið en hann hefur staðið sig frábærlega á árinu, hjá Chelsea og Barcelona. Hann var valinn Íþróttamaður ársins árið 2005 sem hann átti fyllilega skilið enda vann hann enska titilinn líka þá. Aftur á móti var ég frekar hissa árið 2004 þegar Eiður varð fyrir valinu. Þá var titillinn ekki í höfn og Kristín Rós sat eftir með öll sín afrerk á Ólymíuleikum fatlaðra. Það var skömm.
Núna gerist það aftur að sannur afreksmaður situr eftir í áttunda sæti með heimsmeistaratitil á hillunni heima hjá sér. Titil sem hann hefur verið að sækjast eftir að vinna í fjölda ára.
Hvernig er hægt að réttlæta það að Örn Arnarsson sé ofar á listanum en Auðunn eftir að hafa fengið brons á Evrópumeistarmóti. Eða að Margét Lára Viðarsdóttir sé þar enn ofar. Hún varð jú Íslandsmeistari en það varð Auðunn líka.
Menn keppa að titlum en ekki viðurkenningum og það á líka við um nafnbótina Íþróttamaður ársins. Íþróttamenn hafa það ekki að markmiði að fá viðurkenningar fyrir getu sína, veittar skv. huglægu mati manna, þegar menn ganga til keppni. Það kallast hégómi að gera slíkt. Menn ganga til keppni með það fyrir augum að vinna.
Til hamingju með nafnbótina Guðjón Valur. Þú ert sannur íþróttamaður.
Íþróttafréttamenn......þið ættuð að skammst ykkar!
Efnisorð: Desember 2006
1 Comments:
Vá ég er svo sannarlega sammála þér.
Auðunn Jónsson hefði átt að minnsta kosti að vera í fyrstu tveim sætunum.
Hefði líka verið til í að sjá Sif Pálsdóttir ofar á listanum, þar sem hún var fyrsta íslenska konan til að hreppa gull á norðurlandamóti í fimleikum.
Mér finnst of mikið af fótbolta og handboltafólki á þessum lista. Það er hægt að vinna svo rosalega marga titla í þessum greinum. Og svo mörg tækifæri til að vinna þessi mót.
Mér finnst að þessir íþróttafréttamenn eigi að hugsa sig betur um áður en þeir kjósa. Þó að það sem meira talað um fótboltann og handboltann þá þýðir það ekki að besta íþróttafólkið sé í þeim greinum. Það eru til aðrar íþróttir en þær sem fela í sér að kasta/sparka bolta á milli sín.ær eru bara ekki jafn mikið í fréttunum.
Skrifa ummæli
<< Home