Á þessum degi fyrir nákvæmlega 35 árum kom í þennan heim frekar þybbin en óhemju myndarlegur drengur. Hann var yngstur í fjögra manna systkynahópi og hafði á yngri árum mikla minnimáttarkennd vegna aldurs foreldra sinna. Æska hans var oft á tíðum erfið, einkum þegar eldri bróðir hans seldi vinum sínum aðgang að sýningum sem fólust í því að hann lék sér að því að pynta hann og pína fyri túkall. Hann byrjaði snemma á því að svara fyrir sig og við fimm ára aldur blótaði hann elstu systur sinni er hann kallaði hana rollu. Við fermingu sannaðist svo ekki væri um villst að foreldrar hans voru af gamla skólanum. Sálmabókin sem honum var fengin til að hafa með sér í fermingarathöfnina var svo gömul að sálmanúmerin pössuðu engan vegin við það sem stóð á sálmatöflunni. Á unglingsárum fór að bera á skapofsa þessa annars prúðlynda drengs. Eitt sinn um áramót stóð til að fara í partý og áramótaball. Drengurinn sem var ávalt snyrtilegur og vel til hafður fann ekki nægilega hrein og fýsileg nærhöld til að klæðast. Eitthvað fór þetta í skapið á unga manninum og kvaddi hann foreldrahús um leið og hann sparkaði gat á forstofuhurðina. Ekki fara sögur að því hvort sá nærfatnaður sem hann neyddist til að klæðast hafi skipt sköpum þá nóttina. Drengur þessi hefur upp frá þessu ekki orðið hlotið varanlegan skaða vegna æsku sinnar og vonar hann að fjölskylda hans hafi heldur ekki orið meint af gjörðum sínum. Á þessum tímamótum vill hann koma á framfæri fyrirgefningu til fjölskyldu sinnar og öðrum þeim sem hafa mátt þola gjörðir hans. Einnig er öllum þeim fyrirgefið sem gerðu honum efitt fyrir á uppvaxtarárunum.
Drengurinn Þorri fagnar 35 ára afmæli sínu í dag og eru blóm og kransar afþakkaðir en vinum og vandamönnum er bent á að leggja
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF lið. Þorri verður að heiman á afmælisdaginn.
Góðar stundir.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home