miðvikudagur, janúar 17, 2007

Hagsmunaárekstrar í pólitík

Ég rakst á athyglisverða frétt í Kópavogspóstinum um daginn. Þar var sagt frá því hver hafi verið valin Íþróttamenn Kópavogs úr röðum karla og kvenna fyrir árið 2006. Hneykslan mín var tvíþætt. Í fyrsta lagi að Kópavogströllið og Heimsmeistarinn Auðunn Jónsson hafi ekki hlotið þann titil í flokki karla frekar Arnar tenniskappi Sigurðsson. Í öðru lagi, og það þótti mér öllu verra, að Þóra B. Helgadóttir markverja í Breiðabliki skildi vera valin úr röðum kynsystra sinna. Ekki ber svo að skilja að hún sé ekki vel að þessu komin heldur það að formaður Íþrótta- og tómstundaráð Kópavogs er engin önnur en bæjarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðismanna Ásthildur Helgadóttir systir Þóru. Í sporum Ásthildar hefði ég vikið sæti við valið og látið þess getið í fréttinni. Þess má geta að fyrir ári hlutu þau hin sömu þessar viðurkenningar. Greinilega gott að búa í Kópavogi.

Í Reykjavík urðu Framsóknarmenn nýlega uppvísir að því að skipa úr sínum röðum Óskar Bergsson í launað verkefnin hjá Faxaflóahönum til að gæta hagsmuna þeirra gagnvart framkvæmdaráði og skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Þeir bara gleymdu því að Óskar er formaður annars ráðsins og varaformaður í því hinu. Björn Ingi fékk á baukinn og Óskar var látinn víkja. Það mátti reyna.

Í Norðausturkjördæmi var á dögunum snillingur úr röðum Framsókanarmanna sem sló öll met. Hann hét því að borga tvær kúlur í hússjóð framsókarfélaganna á Akureyri gegn því að hann fengi þriðja sætið á framboðslista Framsóknar í kjördæminu. Þarna var á ferðinni Hjörleifur nokkur Hallgríms loðinn um lófana og frambærilegur til ýmissa verka í pólitískri spyllingu. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu og komst ekki inn á topp tíu listann. Bændur láta ei blekkjast af slíkum gylliboðum þó þeir séu á framfærslu ríkisins í formi framleiðlustyrkja.

Lifið heil.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home