Frakkar teknir til bæna

Fyrr í kvöld gerðum við okkur klár fyrir landsleikinn milli Íslands og Frakklands á HM í handbolta. Elduðum góðan mat á franska vísu. Kjúklingarétt með kvítlauk, fransbrauði og tilheyrandi. Pétur kom og tók þátt í veislunni, við skófluðum þessu í okkur, settumst framan kassann og horfðum á Frakkana tekna til bæna á sviði handboltans. Þvílíkan og annan eins leik hef ég ekki sé síðan við sigruðum Suður Kóreu fyrir ca. 15 árum. Strákarnir áttu dapran dag í gær og voru komnir með bakið upp við vegg en sýndu í kvöld að ef vonin er til staðar þá er allt hægt. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka skáluðum við í frönsku rauðvíni fyrir sigrinum og íslenska landsliðinu. Til hamingju strákar.
Móðir mín sendi mér fyrri part í stöðunni 5-0 og botninn skilaði þessu.
Ekki er Frökkum orðið rótt,
er Íslendingar skora.
Orku sýna, styrk og þrótt.
Okkar Strákar þora.
Áfram Ísland
Efnisorð: Janúar 2007
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home