mánudagur, janúar 08, 2007

Ragna frá Laugabóli


Gleðilegt ár.

Ég hef nú aldrei verið iðinn við lestur bóka, meira að segja þótti mér lestur skólabóka ævinlega fremur leiðinleg. Fann mig betur í "þríliðunni". En ég hef nú í seinni tíð tekið eina til tvær bækur á ári sem hafa vakið athygli mína. Það var einmitt svo nú í lok nóvmber sl. að í Kastljósi vakti athygli mína umfjöllun um merka konu sem nýverið hafði látið skrásetja lífshlaup sitt í bók.
Þetta er bókin Ljósið í Djúpinu sem fjallar um líf Rögnu Aðalsteinsdóttur frá Laugabóli en það er Reynir Traustason sem færir þetta merka lífshlaup í prent og tekst bara alveg ágætlega. Það er bara eitthvað við upphaf þessarar lesninga sem hrýfur mann strax . Ég gat bara með engu móti lagt þessa bók fá mér eftir að ég komst yfir fyrstu uppvaxtar ár hennar. Það var einmitt þá sem ég varð að gera hlé á lestrinum þar sem ég treysti mér hreinlega ekki til að halda áfram að sinni. Svo átakanleg er þessi lesning að hún stingur mann í hjartastað hvað eftir annað.

Um leið og maður óskar þess að enginn þurfi að mæta slíku andstreymi og óréttlæti í lífinu eins og Ragna hefur gert þá er öllum hollt að lesa slíka frásögn. Auðmyktin gagnvart almættinu gerir vart við sig og minnir mann á lífið er ekki fyrirfram skrifað handrit.

Góðar stundir.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home