þriðjudagur, janúar 30, 2007

Ísland - Danmörk


Þá er loks komið að leiknum í átta liða úrslitum á HM í handbolta. Drengirnir kljást við Dani eftir nokkrar mínútur og mætti segja mér að landinn verði límdur við kassann og borði neglur og naglabönd í kvöldmatinn. Ég spái Íslandi sigri 27-25 og hana nú. Hefnum fyrir einokunarverslunina, 14-2 úrslitin og skattheimtu fyrri alda í eitt skipti fyrir öll. Koma svo strákar.



Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home