þriðjudagur, janúar 30, 2007

Úti er ævintýri

Ekki gekk það í þetta skiptið. Þetta féll með Dönum með minnsta mun í einhverjum magnaðasta handboltaleik keppninnar. Strákarnir Okkar stóðu sig frábærlega í leiknum og ekki er við þá að sakast. Ég vona að Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur Buðarás kaupi nú eitthvað krassandi í Danmörku strax í fyrramálið. Den Danske Bank gæti hljómað skemmtilega í fyrirsögnum danskar fjölmiðla eftir fyrirsögnum um leikinn. Þeir ættu nú að hafa efni á því þessir höfðingjar. Annars er eini ljósi punkturinn í tilverunni hjá mér þessa stundina sá að Liverpool sigraði West Ham 1-2 á Upton Park í kvöld. Bjöggi eldri ætti líka að getað púngað út einhverjum milljörðum í frekari leikmannakaup á morgun áður en leikmannaglugginn lokar í Englandi. Þeir eru jú enn í fallsæti blessaðir og gætu sjálfsagt þegið frekari fyrirgreiðslu frá eyjunni í Norður Atlandshafi.

Það kemur dagur eftir þennan dag.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home