
Í dag á Amma Sigga 75 ára afmæli. Kellingin er sprellfjörug og við hestaheilsu og stundar enn vinnu auk þess sem hún er nýkomin þeldökk frá Kanarýeyjum. Hún keyrir enn eins og herforingi og gengur sér til heilsubótar eins og unglamb. Hennar sérgrein er matargerð og mikið vildi ég óska þess að öll börnin hennar hefðu erft þann hæfileika frá henni. Ekki fleiri orð um það.
Fjölskyldan í Arnarásinum óskum henni til hamingju með daginn.
Efnisorð: Febrúar 2007
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home