fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Vika 21


Sælt veri fólkið til sjávar og sveita. Ég ætla hér að leyfa lesendum að skyggnast inn í legið á konunni konunni minni. Ég er ekki viss um að allir eiginmenn myndu gera slíkt hið sama en ég geri það hiklaust. Þetta er hið myndarlegasta leg eins og sjá má en það geymir og varðveitir líka þetta fjallmyndarlega fóstur sem þarna er orðið 21 vikna gamalt. Öllum heilsast vel og ekki er laust við að spennan sé að magnast. Kynið er ekki vitað enda skiptir það engu máli. Held samt að þetta sé strákur. Ef ekki þá verður enn meiri kynjamunur á heimilinu, þjár kellur gegn mér og Bimba. Bimbi er auk þess geldur. Lítið gagn af honum.

Kolbún Þöll er að fara að keppa í fimleikum á sunnudaginn kemur og hlakkar mjög mikið til. Hún er líka farin að æfa handbolta með Stjörnunni og er að fíla það líka. Guðný er byrjuð í bumbusundi en sjálfur styrki ég Sporthúsið mánaðarlega án þess að mæta þar til að skafa af mér vömbina. Ætla þó að gera bragarbót þar á von bráðar og koma helköttaður til leiks í vor.


Góðar stundir.


Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home