miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Draugar fortíðar og nútíðar

Undanfarnar vikur hefur ekki liðið sá dimmi dagur í skammdeginu án þess að fréttir eru bornar á borð um myrkar og ógeðfelldar gjörðir manna sem hafa svalað losta sínum gangvart þeim sem þeir hafa drottnað yfir. Ekki alls fyrir löngu var sagt frá kynferðislegri misnotkun á börnum í Heyrnleysingjaskólanum sem átti sér stað fyrir áratugum í skjóli þagnar og málleysis fórnarlabanna. Þessa dagana eru að koma fram menn sem urðu fyrir því sama í Breiðavík fyrir um 40 árum síðan. Byrgismáið er líka af þeim toga, þar sem forstöðumaður þess notfærði sér bágt sjálfsmat skólstæðinga sinna til að fullnægja kvötum sínum frammi fyrir ríkisstyrktu Guðs orði . Þá hafa nýverið skotist upp úr myrkrakompum sínum menn sem hafa með ásetningi reynt að eiga kynferðismök við börn. Þar á meðal hefur dæmdur kynferðisafbrotamaður á reynslulausn fallið á prófinu og látið freistast á sama tíma og hann átti að vera undir eftirliti. Við þetta má svo bæta að ekki líður sá fréttatími að ekki sé sagt frá nýuppkveðnum dómum í kynferðisbrotamálum. Má þar nefna að dómur Héraðsdóms var mildaður í Hæðstarétti í viðurstyggilegu kynferðisafbrotamáli gagnvart börnum.
Þetta er bara það sem við vitum að hefur gerst. Hvað með allt annað sem við vitum ekki um og þrífst kannski enn þann dag í dag vegna ótta og ofbeldis? Hversu stórt er þetta mein?

Í heild sinni tel ég að vert sé að löggjafavaldið, dómsvaldið og framkvæmdavaldið fari í alvarlega úttekt á sjálfu sér í þessum málaflokki svo að börnin okkar þurfi ekki fyrr eða síðar að koma fram fyrir alþjóð og segja frá raunum sínum. Þetta þarf að uppræta.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega sammála brói, og ég er örugglega ekki einn um að vera kominn með ógeð á þessum fréttum. Held samt því miður að það sé alveg sama hvað stjórnvöld gera, sama úr hvaða átt þau koma, þá verða brengluðum hugsunum þessara aðila ekki læknaðar þó stjórnvöld fari í naflaskoðun. En sannarlega er ég sammála að skoða þurfi málið í heild sinni. Olderbrother.

föstudagur, febrúar 09, 2007 10:00:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home