fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Námskeiðafíkn á meðgöngu

Það er einhvern veginn þannig að þegar kemur að þunguðum konum virðist framboð að hinum ýmsu námskeiðum fyrir þær ætla að tröllríða þeim. Eins og það hafi ekki verið búið að því. Að sama skapi virðis eitthvert undarlegt hormón losna hjá vanfærum konum sem orsakar mikla fíkn í þessi líka furðulegu námskeið. Guðný skellti sér á bumbusundsnámskeið fyrir nokkru sem er gott og gilt, heilbrigð sál í hraustum likama og allt það. En viti menn, þar á undan var arkað á brjóstagjafanámskeið? Ég sem hélt að það eina sem nýfædd börn væru ekki í vandræðum með væri að sjúga brjóst, þ.e.a.s. ef svo heppilega vill til að þaðan sé eitthvað að hafa.
Svo var ég auðvitað hundskammaður fyrir að koma ekki með því allar hinar konurnar voru í fylgd eiginmanna sinna. Ég sem hélt að karlmenn gætu ekki gefið brjóst. Hefur það eitthvað breyst? Ég má eflaust fara að undirbúa mig fyrir að heyra frá meðgöngujóganámskeiðinu og 8 vikna námskeiði til að komast í form fyrir fæðingu.

Það er margt í þessum heimi sem maður veit ekki. En eitt veit ég að amma mín átti 14 börn og hún fór sko aldeilis ekki á nein námskeið alla þá 126 mánuði sem hún var þunguð á sinni ævi.

Lifið heil.

Efnisorð:

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var sönn frásögn og var samviskulega sagt frá öllu. Mig minnir að meiri reglusemi hafi verið höfð við þvott og frágang hans eftir þessa slæmu uppákomu á gamlárskvöld. Ekki mun hafa veitt af áminnungu. Ég mun fúslega taka til greina tilmæli þín um að styrkja Unicef. Kerlingin

sunnudagur, apríl 08, 2007 8:49:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Allt er breytingum undirorpið, Þorri minn. Í Afríku fóru konurnar einar inn í frumskóginn að fæða börnin. Mamma

sunnudagur, apríl 08, 2007 8:54:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home