fimmtudagur, mars 01, 2007

Viltu vinna milljarð


Ég lauk við að lesa bókina, Viltu vinna milljarð, síðustu nótt. Eftir frekar þunga byrjun tók hún flugið var bara hin ágætasta lesning. Þarna segir frá munaðarlausum dreng sem segir sögu sína stúlku eftir að hafa unnið einn milljarð í spurningaleik í sjónvarpi. Þar rekur hann hvernig hann öðlaðist vitneskju til að geta svarað hverri spurningu fyrir sig. Sagan er kannski merkilegust fyrir þær sakir að hún virðist gefa nokkuð greinagóða lýsingu á því hvernig lífsbarátta munaðarlausra og fátækara barna er á Indlandi, þó ég hafi aldrei sjálfur komið til Indlands, hvað þá verið þar munaðarlaus. Maður er bara einhvernvegin á staðnum svo sterk er myndbirtingin. Mæli með þessari skræðu.
Yfir og út.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er fegin að þú hafðir gaman af bókinni, enda er hún áhugaverð. Vona að þú eignist fleiri slíkar. Gamla grey

þriðjudagur, mars 06, 2007 4:25:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home