föstudagur, mars 02, 2007

Baráttan um Bretland og Evrópu

Á morgun fer fram baráttan um Bretland þegar einu stórveldin í ensku tuðrusparki leiða saman fótfráa fáka sína. Liverpool tekur þá á móti Man.Utd. á Anfield og á ég von á hörkuleik og sigri Liverpoolfola. Mér er boðið í enskan morgunmat fyrir leik í Klettásnum, þar sem PÖBinn ræður nú einn ríkjum, egg og beikon og jafnvel omeletta ef vel liggur á honum. Það verður því veisla bæði á Anfield og í Klettásnum. Í janúar árið 2005 gerði ég mér ferð á rimmu þessara liða á Anfield með félaga mínum Davíð. Niðurstaðan var 0-1 tap og Roony fékk GSM síma í hausinn. En viti menn Liverpool varð Evórpumeistari um vorið. Til stóð að við Davíð myndum endurtaka leikinn í ár og bæta við baráttunni um Evrópu sem fram fer á þriðjudaginn n.k. er Barcelona kemur í heimsókn í Bítlaborgina. En á síðustu stundu gugnaði ég og núna finnst mér eins og ég sé að svíkja liðið mitt fyrir að mæta ekki. En Davíð fór við annan mann og óska ég honum góðrar skemmtunar, bæði á morgun og á þriðjudaginn. Vá, hvað ég var heimskur að fara ekki........

LFC......rokka.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það var eins got að þú fórst ekki fyrst þeir töpuðu. Eg er farin að fylgjast með Liverpool, þó ég hafi ekki hundsvit á fótbolta eins og allir vita. Mamma

þriðjudagur, mars 06, 2007 4:29:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home